Enn allt hnífjafnt í Ljósleiðaradeildinni

Þórsarar unnu lið Breiðabliks örugglega í 17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike, 16-3. Þrjú lið jöfn á toppnum fyrir lokaumferðina.
 
Atlantic, Dusty og Þór eru öll með 26 stig að loknum 17 umferðum, en Þórsarar raðast neðstir af þessum þremur liðum. Lokaumferðin verður því æsispennandi og þar getur hver unnin umferð skipt sköpum - sem og auðvitað hvaða lið vinna sínar viðureignir. Atlantic-liðið stendur að því er virðist best að vígi, ef miðað er við hvar andstæðingar liðanna í lokaumferðinni eru í stöðutöflunni. Atlantic mætir liði TEN5ION, sem er við botninn ásamt Fylki með fjögur stig. Þórsarar mæta hins vegar liðinu í 2. sæti deildarinnar, Dusty, og geta með góðri frammistöðu þar að minnsta kosti híft sig upp í 2. sæti deildarinnar um leið og þeir verða að vonast til að Atlantic fatist flugið. Lokaumferðin hefst þriðjudaginn 14. febrúar og verður í beinni á Stöð 2 esport og Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
 
14. febrúar kl. 19:30: Breiðablik - Fylkir
14. febrúar kl. 20:30: LAVA - Viðstöðu
16. febrúar kl. 19:30: FH - Ármann
16. febrúar kl. 20:30: TEN5ION - Atlantic
16. febrúar kl. 21:30: Þór - Dusty
 
Fjallað var um viðureignir 17. umferðar í frétt á vefmiðlinum visir.is og í annarri undir fyrirsögninni Dabbehhh hélt lífi í sigurvon Þórs“ - smellið á myndina til að lesa umfjöllunina á Vísi. Neðst í fréttinni má sjá stöðuna í Ljósleiðaradeildinni að loknum 17. umferð. Myndin er af Facebook-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.