Margt smátt gerir eitt stórt - félagsgjöldin eru mikilvæg!

Eins og eflaust margir góðir Þórsarar hafa tekið eftir eru félagsgjöldin komin í heimabanka félagsmanna. Gjaldið er 5.000 kr og er að sjálfsögðu um valgreiðslu að ræða.

Félagsgjöldin eru einn mikilvægasti tekjuliður aðalstjórnar Þórs og ekki er hægt að ítreka nægjanlega mikið hversu mikilvægt það er félaginu að félagsmenn greiði gjaldið. 

,,Rekstur Þórs eins og margra annara íþróttafélaga nú árið 2022 hefur verið þungur. Ástæðan er einfaldlega sú að hjá hinu opinbera og fyrirtækjum er mikið aðhald í rekstri sem veldur því að erfiðara er að sækja styrki og samstarfssamninga fyrir íþróttafélög. Því er algjörlega nauðsynlegt að félagsmenn séu tilbúnir að hjálpa okkur með því að greiða félagsgjöldin," segir Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs.

Ef þú kæri Þórsari hefur ekki fengið félagsgjaldið sent í heimabanka en vilt hjálpa félaginu þá geturðu sent tölvupóst á Reimar á netfangið reimar@thorsport.is