Fimm marka tap í Árbænum

Myndin er úr leik liðanna í Lengjudeildinni síðastliðið sumar. Mynd: Páll Jóhannesson.
Myndin er úr leik liðanna í Lengjudeildinni síðastliðið sumar. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Fylkismanna á laugardaginn, máttu þola fimm marka ósigur í öðrum leik sínum í Lengjubikarnum.

Fylkir skoraði fyrsta markið strax á 6. mínútu og bættu við öðru um miðjan fyrri hálfleikinn. Þriðja markið kom svo eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleiknum og svo tvö mörk til viðbótar með mínútu millibili á lokamínútum leiksins.

Það er kannski ekki margt um þennan leik að segja annað en að áfram fá okkar ungu leikmenn tækifæri og reynslu sem væntanlega mun skila sér smátt og smátt í betri leikmönnum og breiðari hópi. Til að mynda skiptu Þórsarar inn sex leikmönnum í leiknum, samkvæmt leikskýrslunni.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.

Sannarlega viðsnúningur frá 4-1 sigrinum á Keflvíkingum í fyrsta leik. Næsti leikur Þórsara er gegn Fjölni í Boganum laugardaginn 25. febrúar kl. 15.