Fimm marka tap í Garðabænum

KA/Þór mætti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildarinnar í Garðabænum í dag. Stjarnan sigraði, en liðin mætast aftur á Akureyri á fimmtudag.

Fyrri hálfleikurinn í Garðabænum var jafn og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. KA/Þór þó oftar með forystuna, en jafnt eftir fyrri hálfleikinn 10-10. Stjarnan hafði svo frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn, en KA/Þór ekki langt á eftir, munurinn 2-4 mörk lengst af, en endaði svo í fimm mörkum á lokamínútunum.

Markamunurinn skiptir reyndar engu máli því til að vinna einvígið þarf að vinna tvo leiki. Liðin mætast á Akureyri á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, kl. 17. Vinni KA/Þór þann leik verður oddaleikur í Garðabænum sunnudaginn 23. apríl.

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Ítarlegri tölfræði á hbstatz.is.

Tölurnar

KA/Þór
Mörk: Kristín A. Jóhannsdóttir 5, Ida Hoberg 4, Rut Jónsdóttir 2, Nathalia Soares 2, Júlía Björnsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 10 (29,4%)
Refsingar: 2 mínútur

Stjarnan
Mörk: Elísabet Gunnarsdóttir 5, Britney Cots 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Aníta Theodórsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Vigdís Anna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16 (47,1%).
Refsingar: 6 mínútur.

Næsti leikur liðanna verður á Akureyri fimmtudaginn 20. apríl og hefst kl. 17.