Fimm Þórsarar með U16 til Gíbraltar

Þórsararnir fimm sem halda til Gíbraltar í næstu viku. Athugið að myndin er frá síðasta sumri. Talið…
Þórsararnir fimm sem halda til Gíbraltar í næstu viku. Athugið að myndin er frá síðasta sumri. Talið frá vinstri: Ásbjörn, Sigurður, Egill, Sverrir og Einar.

Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason hafa verið valdir í 22 manna landsliðshóp U16 ára landsliðs Íslands í fótbolta. 

U16 er á leið til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.

Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á Gíbraltar.

Kató æfir með U15

Þá hefur Þórsarinn Kristófer Kató Friðriksson verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U15 landsliði Íslands en Kató lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust. . Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ dagana 13.-15. mars 2024. 

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í sínum verkefnum.