Fjórir Þórsarar með U19 í undankeppni EM

Ási og Einar á leið til Rúmeníu.
Ási og Einar á leið til Rúmeníu.

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í undankeppni EM 2026.

Í hópnum eru alls fjórir Þórsarar en það eru þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sigurður Jökull Ingvason. Þeir Egill Orri og Sigurður eru samherjar hjá danska stórliðinu Midtjylland en Ásbjörn og Einar hafa undanfarið gert sig gildandi með meistaraflokki Þórs.

Smelltu hér til að skoða hópinn í heild sinni.

Riðillinn verður leikinn í Rúmeníu og mætir Ísland þar Finnlandi, Rúmeníu og Andorra.

Við óskum strákunum okkar góðs gengis í verkefninu!