Formannspistill

Nói Björnsson, formaður Þórs.
Nói Björnsson, formaður Þórs.

Ágætu Þórsarar

Það er núna....

Undanfarna mánuði hefur mikil vinna farið fram á félagssvæði okkar.

Þrátt fyrir að Akureyrarbær standi straum að stærstum hluta kostnaðarins þá fellur alltaf eitthvað i fang félagsins að greiða. Við höfum m.a. tekið að okkur að fjármagna kaup á stúku fyrir um 500 manns, kostnaður um 15,5 milljónir. Félagið átti sjóð sem við gátum sótt i, einnig hafa fjölmargir félagsmenn lagt okkur lið með kaupum á stúkusætum, eiga félagsmenn miklar þakkir skildar fyrir þátttökuna og velviljann.

Betur má ef duga skal, fyrir okkur liggja fleiri verkefni varðandi völlinn og uppbygginguna þar í kring, plötu steypu undir stúkuna, girðingu umhverfis hana, gámaplan norðan við Bogann og fleira mætti telja.

Til að standa undir þessum verkefnum er mikilvægt að félagsmenn greiði árgjaldið. Við skoðun á skráningu árgjalda sést að töluverður hópur félagsmanna á enn eftir að greiða.

Sem formaður félagsins hvet ég alla Þórsara sem hafa fengið rukkun í heimabankann sinn að greiðið gjaldið. Það munar miklu fyrir okkar félag að við stöndum saman um öll verkefnin sem falla á okkar borð. Félagsgjaldið er ein af fáum tekjuleiðum sem aðalstjórn hefur úr að spila. Núna er það fótboltinn og vonandi flytjum við góðar fréttir i lok árs fyrir innanhúsgreinarnar okkar.

Það er fullt af Þórsurum um allt land og hvet ykkur öll til að stökkva á bátinn með okkur.Þú hættir ekki að vera Þórsari þó þú flytjir frá Akureyri, ekki gleyma uppeldisstöðinni.

Félagið okkar er á mikilli og flottri vegferð.

Einnig hvet ég þá sem hafa ekki fengið greiðsluseðil i heimabankann og vilja vera félagsmenn í Þór að hafa samband við félagið, reimar@thorsport.is eða linda@thorsport.is, þau munu klára málið með ykkur.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem þegar hafa greitt árgjaldið fyrir mikilvægt framlag.

Með baráttu kveðju

Nói Björnsson formaður

DFK