Frábær frammistaða Evu og sigur á Noregi

Eva Wium Elíasdóttir í leik með Þór gegn Tindastóli í 1. deildinni í vetur. Til varnar er Eva Rún Da…
Eva Wium Elíasdóttir í leik með Þór gegn Tindastóli í 1. deildinni í vetur. Til varnar er Eva Rún Dagsdóttir, en hún er einnig í U20 landsliðshópnum. Mynd: Páll Jóhannesson.

Eva Wium Elíasdóttir, leikstjórnandi körfuknattleiksliðs Þórs, átti stóð sig frábærlega með U20 landsliði Íslands sem sigraði Noreg á Norðurlandamótinu í dag.

Ísland vann Noreg eftir framlengingu, 84-74. Staðan var 74-74 eftir fjórða leikhluta, en Ísland vann framlenginguna 10-0.

Eva skoraði 15 stig, næstflest hjá íslenska liðinu, var með frábæra skotnýtingu, eða 75% í heildina, tók fimm fráköst og átti þrjár stoðsendingaar. Þá var hún langhæst í íslenska liðinu í +/- tölfræðinni með 27 punkta. Eva spilaði rúmar 24 mínútur í leiknum í dag, en hann fór í framlengingu. Ísland vann Noreg eftir framlengingu, 84-74. 

Gangur leiksins eftir leikhlutum: 14-14 - 20-16 - 34-30 - 20-19 - 20-25 - 74-74 - 10-0 - 84-74

Tölfræði leiksins

Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Dönum fimmtudaginn 29. júní. Hér er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði leikjanna.