Frábær sigur á Vestra

Við erum heldur betur á sigurbraut í fótboltanum karla megin! Þór lagði Vestra 3-0 í gær á SaltPay vellinum og var þetta þriðji sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Það var Bjarni Guðjón Brynjólfsson sem skoraði sigurmarkið með frábæru einstaklingsframtaki. Myndband af markinu má sjá hér neðar! Með sigrinum lyftu okkar menn sér upp í 8 sæti deildarinnar eftir að hafa í nokkurn tíma setið í því tíunda. Ekki nema fjögur stig eru alla leið upp í þriðja sæti!

Myndband af markinu hans Bjarna Guðjóns