Frábær útisigur á Kórdrengjum

Aftur lögðu Þórsarar Kórdrengi. Kristófer og Harley báðir á skotskónum

Mynd: Skapti Hallgrímsson
Aftur lögðu Þórsarar Kórdrengi. Kristófer og Harley báðir á skotskónum

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu góðan sigur á Kórdrengjum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta í kvöld en leikið var á heimavelli Kórdrengja í Safamýri.

Harley Willard kom okkar mönnum í forystu snemma leiks með marki úr vítaspyrnu og leiddi Þór með einu marki gegn engu í leikhléi.

Kórdrengir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks en Bjarni Guðjón Brynjólfsson náði forystunni aftur fyrir okkar menn á 56.mínútu með sínu þriðja marki í sumar. Aftur tókst heimamönnum að jafna og voru lokamínúturnar því æsispennandi.

Á 84.mínútu fengu Þórsarar aftur dæmda vítaspyrnu og skoraði Harley Willard af gríðarlegu öryggi.

Í uppbótartíma gulltryggði Kristófer Kristjánsson svo sigurinn með frábæru marki eftir góðan undirbúning Arons Inga Magnússonar sem var að leika sinn síðasta leik fyrir félagið í bili þar sem hann heldur nú utan til Ítalíu til liðs við Venezia. 

Lokatölur 2-4, Þór í vil og er liðið nú með fjórtán stig.