Framkvæmdir neðst í Sunnuhlíð

Nú standa yfir framkvæmdir við neðsta hluta Sunnuhlíðar þar sem skipt verður út malbiki, bæði á götunni og gangstétt, ásamt því að lagnir verða endurnýjaðar. Þarna verða því vinnuvélar að störfum næstu daga. Eins og sjá má á myndunum með fréttinni eru þessar framkvæmdir nálægt leiðum sem börn nota að jafnaði á leið á Þórssvæðið og/eða í skóla og því nauðsynlegt að gæta varúðar og mikilvægt að foreldrar upplýsi börnin um þessar framkvæmdir og hættuna sem af þeim getur stafað fyrir gangandi vegfarendur.