Fundur Þórsara með öllum framboðum á þriðjudag!

Næst komandi þriðjudagskvöld 10.maí kl.20  verður sannkallaður risa fundur í Hamri. Þá koma fulltrúar alla framboðslista til sveitarstjórnakosninga og kynna sín íþróttatengdu stefnumál fyrir okkur Þórsurum.

Á fundinum munu öll framboð vera með stutta framsögu/kynningu á sínum stefnumálum áður en Þórsurum gefst svo tækifæri til að spyrja spurninga.

Er hér á ferðinni einstakt tækifæri til að kynnast stefnu flokkanna í þeim málefnum er snúa að íþróttum og tómstundum á Akureyri. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllum og hvetjum við alla Þórsara til að koma og sýna frambjóðendum hversu stórt og öflugt okkar frábæra félag er.

Vart þarf að fullyrða um mikilvægi þessa fundar fyrir framtíð félagsins!

Hamar, þriðjudaginn 10. maí kl.20!