Fyrirlestur Birnu Varðardóttur

Í dag bauð unglingaráð handbolta Þórs upp á fyrilestur í Hamri. Fyrirlesari var Birna Varðardóttir en Birna er með BS gráðu í næringarfræði og meistaragráðu í hreyfivísindum og íþróttanæringafræði. Birna stundar nú doktorsnám í Íþrótta og heilsufræði við HÍ þar sem hún rannsakar næringaástand og næringatengdar áskoranir á meðal afreksíþróttafólks og afreksefna á Íslandi. Birna hefur einnig kennt við afreksíþróttabraut Borgarholtsskóla.
Í fyrirlestrinum í dag fór Birna yfir nauðsyn réttrar næringar og mikilvægi hennar sérstaklega hjá þeim sem vilja ná árangri í íþróttum. Samspil næringar, æfinga og svefns, ásamt umfjöllun um mikilvægi millimáls og næringar fyrir og eftir æfingar var meðal þess sem Birna fræddi viðstadda um. Fyrirlesturinn sóttu um 50 manns, handboltaiðkendur, þjálfarar og foreldrar. Það má búast við því að við heyrum meira frá Birnu í náinni framtíð um þetta mikilvæga málefni.