Fyrsti heimaleikur karlalið Þórs í vetur

Baldur Örn í leik með Þór gegn ÍR
Baldur Örn í leik með Þór gegn ÍR

Fyrsti heimaleikur karlalið Þórs í vetur

Á morgun, föstudag tekur Þór á móti ÍA í fyrstu deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Í dag var spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna birt og þar var Þórsliðið sett í 7. sæti en Skagamönnum er aftur á móti spáð 10. sætið sem þýðir fall úr deildinni. Óskar Þór þjálfari sagði að þessi spá kæmi sér ekkert á óvart. Miklar breytingar hafi orðið á liðinu og ómögulegt að segja til um framhaldið. Hann sagði að í Þórsliðinu væru svo margir uppaldnir leikmenn sem allir eru með stórt hjarta og leggja allt í sölurnar. En hvað viðkemur ÍA þá sagði hann að ekki skuli vanmeta þá þótt þeim sé spáð falli.

Leikurinn á morgun er fyrsti heimaleikur liðsins í vetur en fyrir leikinn hafði Þór spilað einn leik þegar liðið sótti Álftanes heim. Þar máttu strákarnir okkar þola fimm stiga tap 90:85 og á sama tíma tók ÍA á móti Sindra sem hafði fimm stiga sigur 75:80.

Í leiknum gegn Álftanesi saknaði Þór tveggja leikmanna þ.e.a.s. fyrirliðinn Kolbeinn Fannar vegna smávægilegra meiðsla og þá lék Sænski framherjinn Zak Harris ekki með þar sem hann var ekki kominn með leikheimild.

Neðst í þessum stutta upphitunarpistli er viðtal við Óskar Þór þar sem hann fer stuttlega yfir stöðuna í dag.

Eins og undanfarin ár þá verða seldir grillaðir hamborgarar fyrir leiki og fyrir borgara og drykk þarf aðeins að greiða 1.500 krónur.

Miðaverð á leikina er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Stuðningsmenn eru hvattir til þess að kynna sér kosti þess að vera aðilar að Sjötta manninum stuðningsmannaklúbbi deildarinnar. Upplýsingar um klúbbinn og skráning smellið HÉR

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á ÞórTV og má nálgast útsendinguna HÉR

Til að nálgast viðtalið við Óskar Þór smellið HÉR 

Fjölmennum á leikinn og styðjum Þór til sigurs.

Körfubolti er skemmtileg íþrótt.

Áfram Þór alltaf, alls staðar