Fyrsti leikhluti varð Þór að falli í kvöld

Daníel Andri leggur línurnar fyrir lokasprettinn. Mynd: Haraldur Ingólfsson
Daníel Andri leggur línurnar fyrir lokasprettinn. Mynd: Haraldur Ingólfsson

Fyrsti leikhluti varð Þór að falli í kvöld

Í kvöld sóttu Þórsstúlkur lið Ármanns heim í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fór í Kennaraháskólanum.

Það má með sanni segja að afleit byrjun Þórs hafi orðið liðinu dýrkeypt í kvöld þegar Þór tapaði fyrir Ármanni með tveim stigum 60:58. Heimakonur hófu leikinn af miklum krafti en okkar konur voru varla mættar til leiks en Ármann vann leikhlutann með þrettán stigum 20:7. Þessi slaka byrjun átti eftir að reynast okkar konum dýrkeypt þegar upp var staðið í leikslok.

Annar leikhlutinn var nokkuð jafn en ekki mikið skorað en Ármann vann leikhlutann með einu stigi 15:14 og höfðu því 14 stiga forskot í hálfleik 35:21.

Stelpurnar okkar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og tóku að saxa á forskot Ármanns og unnu þriðja leikhlutann með fjórum stigum 14:18 og munurinn var því tíu stig þegar lokakaflinn hófst 49:39.

Þórsstúlkur lögðu allt í sölurnar og freistuðu þess að snúa leiknum sér í hag og segja má að þær hafi verið hársbreidd frá því að jafna leikinn á lokasekúndunum og koma leiknum í framlengingu. Þegar sex mínútur lifðu leiks leiddu heimakonur með tíu stigum 58:48 og fátt sem benti til að annars en að heimakonu færu með öruggan sigur af hólmi.

Það sem eftir lifði leiks skoraði Þór 10:2 og staðan 60:58 og 45 sekúndur til leiksloka. Á loka andartökum leiksins átti Hrefna þriggja stiga skottilraun en sem ekki rataði rétta leið og grátlegt tveggja stiga tap staðreynd 60:58.

Gangur leiks eftir leikhlutum 20:7 / 15:14 (49:39) 14:18 / 11:19=60:58.

Í liði Þórs voru þær Hrefna og Maddie stigahæstar með 16 og 14 stig en í liði Ármanns var Schekinah Bimpa með 25 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leikmanna Þórs: Hrefna Ottósdóttir 16/2/0, Maddie Sutton 14/19/3, Heiða Hlín 9/3/2, Karen Lind 8/2/0, Eva Wium 6/3/1, Rut Herner 4/5/0, Marin Lind 1/1/1, Emma Karólína 0/2/1.

Tölfræði leikmanna Ármanns: Schekinah Bimpa 25/10/5, Telma Lind Bjarkadóttir 14/5/2, Hildur Ýr Káradóttir 7/9/2, Jónína Karlsdóttir 6/8/8, Viktoría Önnudóttir 5/11/1, Þóra Ingvarsdóttir 3/0/0.

Nánari tölfræði:

Næsti leikur Þórs verður útileikur gegn Tindastóli og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 19:15.

Áfram Þór alltaf, alls staðar.