Getraunadeild 1x2 fer af stað 7. janúar

Getraunadeildin - eða það sem flestir tipparar kannast við í gegnum tíðina sem hópleik getrauna - hefst laugardaginn 7. janúar.

Íslenskar getraunir hafa staðið fyrir hópleik í áraraðir og halda því áfram undir heitinu Getraunadeildin. Keppt er í þremur deildum, tíu vikur í senn, fimm sinnum yfir árið. Af þeim tíu vikum sem hver keppni nær yfir gilda átta bestu skor hvers tippara í keppninni. Eins og áður gilda bæði enski seðillinn og sunnudagsseðillilnn fyrir hverja viku. Fyrsta getraunadeildin hefst laugardaginn 7. janúar. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild, en deildaskiptingin byggir á fjölda raða.

Ákveðið hefur verið að hækka verðlaunaféð fyrir efstu þrjú sætin í hverri deild fyrir sig um 10.000 krónur pr. sæti og skiptast greiðslur þá þannig

1.deild: 80.000 kr. fyrir 1. sæti, 70.000 kr. fyrir 2.sæti og 60.000 kr. fyrir 3.sæti
2. deild: 70.000 kr. fyrir 1.sæti, 60.000 kr. fyrir 2.sæti og 50.000 kr. fyrir 3.sæti
3.deild: 60.000 kr. fyrir 1.sæti, 50.000 kr. fyrir 2.sæti og 40.000 kr. fyrir 3.sæti

Allar upplýsingar um Getraunadeildinia, dagsetningar og fleira má finna hér á vef Íslenskra getrauna.

Keppt er í þremur deildum og er skipting raða í deildir eftirfarandi:
Í 3. deild fara fyrstu 162 raðirnar. Þær fara líka í 1. og 2. deild
Í 2. deild fara fyrstu 676 raðirnar. Þær fara líka í 1. deild
Í 1. deild fara fyrstu 1.653 raðrinar.
Raðir umfram 1.653 telja ekki með í Getraunadeildinni. Deildaskiptingin gefur því öllum tækifæri til að vera með á jafnréttisgrundvelli því þeir sem
tippa á færri raðir í viku hverri eiga jafna möguleika í 3. deildinni og þeir sem stórtækari eru.

Getraunanúmer Þórs er 603. Einfalt að styrkja Þór þegar þú spilar í getraunum með því að skrá það inn í þínar upplýsingar á 1x2.is (sama og lotto.is).

Upplýsingar um þátttöku í getraunum má einnig finna hér á vefnum undir félagið > Getraunaþjónusta Þórs.