Gremjulegt tap gegn KR

Tap gegn KR

Þegar Þór og KR mættust í kvöld höfðu liðin mæst í tvígang í vetur og Þór hafði betur í báðum viðureignunum í jöfnum og spennandi leikjum. Því bjuggust flestir við að sagan myndi endurtaka sig og boðið yrði upp á jafnan og spennandi leik.

Þótt fátt hafi benti til þess að leikurinn yrði spennandi framan af enda höfðu gestirnir fjórtán stiga forskot í hálfleik 24:38. Leikurinn fór vægast sagt rólega af stað því fátt gekk upp hjá báðum liðum til að byrja með. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan jöfn 2:2. Gestirnir voru ívið sterkari til að byrja með og náðu með fimm stiga forskoti 10:15 og staðan þegar annar leikhluti hófst var 14:16 KR í vil.

Hitni liðanna í fyrsta leikhluta var ekkert til að hrópa húrra fyrir og ekki tók betra við í öðrum leikhluta a.m.k. hvað Þór snerti. Gestirnir juku forskotið jafnt og þétt og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik leiddu KR ingar með fjórtán stigum 24:38. KR vann leikhlutann 10:22.

Til marks um slaka hittni Þórs þá rataði aðeins ein þriggja stiga rétta leið í fjórtán tilraunum.

Í hálfleik var Maddie komin með 8 stig og þær Tuba, Heiða Hlín og Eva Wium 4 stig hver. Hjá KR var Hulda Ósk komin með 9 stig og þær Violet og Fanney 8 stig hvor.

Þórsliðið kom ögn sterkara til leiks eftir hlé og tók að saxa á forskot gestanna og kom muninum niður í tíu stig þegar upp var staðið. Þór vann leikhlutann 22:18 og staðan því 46:56 þegar lokakaflinn hófst.

Framan af fjórða leikhluta leiddu gestirnir með allt að tíu stigum en um miðja leikhlutann efldust Þórsstúlkur til muna og með góðum lokaspretti hleypti liðið spennu í leikinn. Um miðjan leikhlutann var munurinn komin niður í fjögur stig 60:64 og allt gat gerst. Gestirnir komu svo muninum aftur í sex stig 60:66 en Þór skoraði fjögur stig og þegar hálf mínúta lifði leiks var munurinn kominn niður í tvö stig 64:66.

Gestirnir tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og þeir hófu leikinn á ný og Tuba stal boltanum og Maddie fór upp í lay up þegar 10 sekúndur lifðu leiks en niður vildi boltinn ekki og KR náði frákastinu og Þórsarar brutu á Huldu Ósk sem fór á vítalínuna og skoraði úr öðru vítinu og KR leiðir með þrem stigum og 10 sekúndur eftir af leiktímanum. Danni tekur leikhlé.

Þegar um þrjár sekúndur lifðu leiks fór Eva upp í þrist enn skotið geigaði og gestirnir fögnuðu þriggja stiga sigri 64:67.

Sigur KR var í raun sanngjarn þegar upp var staðið en sannarlega voru gestirnir heppnir að endurkoma Þórs hófst ekki fyrr en raun bar vitni um.

Gangur Leiks eftir leikhlutum: 14:16 / 10/22 (24:38) 22:18 / 18:11 = 64:67

Nánari tölfræði

Staðan í deildinni

Framlag leikmanna Þórs: Maddie 16/11/3, Eva Wium 13/6/2, Tuba 11/9/1, Heiða Hlín 8/5/2, Karen Lind 7/0/1, Emma Karólína 7/6/1, Hrefna 2/1/1

Framlag leikmanna KR: Violet Morrow 20/16/0, Fanney Ragnars 12/1/6, Hulda Ósk 10/3/0, Perla Jóhanns 7/1/2, Anna María 7/5/0, Lea Gunnars 6/2/3 og Anna Fríða 5/1/2.

Nú eiga fjögur efstu lið deildarinnar aðeins eftir einn leik í deildinni Stjarnan sem er búin að tryggja sér toppsætið tekur á móti Snæfelli, Þór sækir Breiðablik b heim og KR sækir Tindastól heim.

Leikur Þórs og b lið Breiðabliks fer fram í Smáranum laugardaginn 18. mars og hefst klukkan 16:00.

Eins og staðan er mun Stjarnan mæta KR í undanúrslitum og er Stjarnan með heimaleikjaréttinn og Þór mun mæta Snæfelli og eiga okkar konur heimaleikjaréttinn.

Myndir úr leiknum Palli Jóh

Til að opna albúmið smellið á myndina hér að neðan