Handboltarútan áfram

Unglingaráði Þórs í handboltanum þykir sönn ánægja að tilkynna að við munum halda áfram með rútuaksturinn fyrir 7. fl. kk og 8. fl. kk og kvk, allavega fram að jólum og vonandi lengur. Við erum að bíða eftir svörum með styrkveitingar fyrir verkefnið í vetur en svona verkefni er mjög kostnaðarsamt. Þrátt fyrir það er það jákvæður vilji hjá okkur í unglingaráði að bjóða þetta áfram. Við höfum heyrt frá foreldrum að rútan hjálpi mikið til, þótt veðrið hafi verið með besta móti núna undanfarið að þá á nú eftir að skella á vetrarfærð.
 
Akstursáætlun (sjá hér fyrir neðan) er sú sama og hefur verið á þriðjudögum og fimmtudögum. Engin rúta á mánudögum.
13:30 Oddeyrarskóli
13:40 Glerárskóli
13:50 Giljaskóli
13:55 Síðuskóli
Handboltaæfing kl 14. - 7. flokkur (3. og 4. bekkur strákar)
 
14:30 Oddeyrarskóli
14:40 Glerárskóli
14:50 Giljaskóli
14:55 Síðuskóli
Handboltaæfing kl 15. - 8. flokkur (1. og 2. bekkur, strákar og stelpur)
 
Eftir æfingu. Skila 7. flokki (3. og 4. bekkur strákar)
15:05 Síðuskóli brottför
15:10 Giljaskóli
15:15 Glerárskóli
15:20 Oddeyrarskóli
 
Það er ekki rúta heim eftir 8. flokks æfingu sem líkur kl 16
Kveðja unglingaráð