Handbolti: Ekkert frítt hjá Val

KA/Þór tók á móti Val í Olísdeild kvenna í handbolta í dag og var frítt á leikinn í boði Kjarnafæðis. Gestirnir voru þó ekki eins gjafmildir og Kjarnafæði því Valur fór heim með bæði stigin eftir 13 marka sigur, 19-32.

Valur hafði eins til þriggja marka forystu framan af leiknum, en jók hana í fimm mörk fyrir lok fyrri hálfleiksins, staðan 10-15 í leikhléinu. Forysta Valskvenna jókst svo smátt og smátt, varð mest 14 mörk undir lok leiksins, en munurinn á endanum 13 mörk eins og áður sagði.

Þessi úrslit breyttu þó engu um stöðu KA/Þórs í deildinni, en liðið situr áfram í 6. sætinu með fimm stig, einu stigi meira en Afturelding sem sigraði botnlið Stjörnunnar í dag.

KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares Baliana 5, Isabella Fraga 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 3, Rafaele Nascimento Fraga 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13 (28,9%).
Refsingar: 4 mínútur.

Valur
Mörk: Hildigunnur Einarsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Elín rósa Magnúsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10 (50%), Hafdís Renötudóttir 2 (18,2%).
Refsingar: 2 mínútur.

Leikskýrslan (hsi.is)

Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

Næsti leikur KA/Þórs er einnig heimaleikur þegar ÍR-ingar koma norður.

  • Deild: Olísdeild kvenna
  • Leikur: KA/Þór - ÍR
  • Staður: KA-heimilið
  • Dagur: Fimmtudagur 16. nóvember
  • Tími: 18:00