Handbolti: KA/Þór sækir Berserki heim í bikarnum

Powerade-bikarinn í handbolta er hafinn og í kvöld mæta stelpurnar í KA/Þór liði Berserkja sem spilar í Grill 66 deildinni. Berserkir eru á botni deildarinnar, án sigurs úr fjórum fyrstu leikjunum. KA/Þór er í 6. sæti Olísdeildarinnar.

  • Keppni: Powerade-bikarinn
  • Leikur: Berserkir - KA/Þór
  • Staður: Víkin
  • Dagur: Miðvikudagur 25. október
  • Tími: 19:30