Handbolti: Tap í Eyjum

KA/Þór sótti ÍBV heim í 8. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Eyjakonur unnu með níu marka mun.

ÍBV tók forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Þegar leið á fyrri hálfleikinn var forysta ÍBV 4-5 mörk, staðan 14-8 ÍBV í vil í leikhléi. Þegar seig á seinni hálfleikinn var munurinn um tíma 10-12 mörk, en lokatölur urðu 25-16.

Leikskýrslan (hsi.is)

Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

ÍBV
Mörk: Sunna Jónsdóttir 8, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Amelía Einarsdóttir 4, Elísa Elíasardóttir 3, Karolina Olszowa 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Margrét Björg Castillo 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Erika Ýr Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13 (50%), Réka Edda Bognár 2 (40%).
Refsingar: 10 mínútur.

KA/Þór
Mörk: Isabella Fraga 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Nathalia Soares Baliana 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Kristín A. Jóhannesdóttir 1,
Varin skot: Matea Lonac 11 (34,4%), Sif Hallgrímsdóttir 1 (25%).
Refsingar: 4 mínútur.

KA/Þór er í 6. sæti deildarinnar með fimm stig úr átta leikjum. Næsti leikur er heimaleikur gegn Val.

  • Deild: Olísdeild kvenna
  • Leikur: KA/Þór - Valur
  • Staður: KA-heimilið
  • Dagur: Laugardagur 11. nóvember
  • Tími: 15:00