Handbolti: Þór - Víkingur

Þórsarar leika næstsíðasta heimaleik sinn í Grill 66 deildinni í handbolta í dag kl. 18 þegar Víkingar koma í Höllina.

Víkingar höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í nóvember, 31-27. Leikurinn í dag átti upphaflega að fara fram 2. mars en var frestað. Þetta er þriðji síðasti leikur Þórsara í deildarkeppninni, en þeir mæta ungmennaliði Selfoss á útivelli föstudaginn 24. mars og svo ungmennaliði Vals í lokaumferð deildarinnar föstudaginn 31. mars.

Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 21 og nokkuð öruggir um að halda því sæti. Þórsarar eru í 9. sæti með 12 stig. Upplýsingar um úrslitakeppni deildarinnar er því miður ekki að finna á vef HSÍ, en ef hún er með sama sniði og undanfarin ár er nokkuð öruggt að Víkingar mæti Kórdrengjum og Þórsarar fái Fjölni í undanúrslitum um laust sæti í Olísdeildinni að ári. HK hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og sæti í Olísdeildinni.

Leikur Þórs og Víkings hefst kl. 18 og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta og styðja strákana. Þau sem ekki komast á leikinn hafa tækifæri til að horfa á beint streymi úr Höllinni á Þór TV - sjá hér.