Handbolti: Þórsarar í toppsætið með sigri

Þórsarar tylltu sér á topp Grill 66 deildarinnar í handbolta, að minnsta kosti tímabundið, með eins marks sigri á Fjölni í kvöld, 27-26.

Þórsarar tóku frumkvæðið strax í upphafi, komust í 4-1 og héldu tveggja til fjögurra marka forskoti allan fyrri hálfleikinn, staðan 13-11 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari og munurinn eitt til tvö mörk lengst af, en Þórsarar komust í 25-22 þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Fjölnismenn hleyptu þeim ekki lengra frá sér, minnkuðu muninn í eitt mark þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði mikilvægt mark þegar innan við mínúta var eftir, staðan orðin 27-25. Aftur minnkuðu Fjölnismenn muninn í eitt mark, en þar við sat, lokatölur 27-26.

Leikskýrslan á hsi.is

Tölfræðin á hbstatz.is

Kristján Páll Steinsson varði vel í marki Þórs, alls 16 skot. Brynjar Hólm Grétarsson, Viðar Ernir Reimarsson og Aron Hólm Kristjánsson voru markahæstir Þórsara, allir með fimm mörk.

Þór - Fjölnir 27-26 (13-11)

Þór
Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 5, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 5, Sigurður Ringsted Sigurðsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Þormar Sigurðsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 16 (38,1%).
Refsingar: 4 mínútur

Fjölnir
Mörk: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Elvar Þór Ólafsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 4, Bernhard Snær Petersen 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Dagur Logi Sigurðsson 1, Tómas Bragi Starrason 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 8 (22,9%).
Refsingar: 6 mínútur.

Með sigrinum eru Þórsarar komnir í 11 stig, einu stigi meira en ungmennalið Fram, sem þó á leik inni gegn ungmennaliði Vals á fimmtudagskvöld. Þórsliðið hefur nú náð í einu stigi minna úr sjö leikjum en það gerði í 18 leikjum í deildinni á síðastliðnu tímabili.

Þórsarar mæta einmitt ungmennaliði Fram á útivelli í næstu umferð.

Næst

  • Deild: Grill 66 deild karla
  • Leikur: Fram U - Þór
  • Staður: Úlfarsárdalur
  • Dagur: Laugardagur 25. nóvember
  • Tími: 16:00