Handbolti: Þriðji leikur Þórs og Fjölnis - rútuferð til Reykjavíkur

Þór og Fjölnir mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis um sæti í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Grafarvoginum og Þórsarar splæsa í rútuferð til Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:30. 

Fjölnir vann fyrsta leik einvígisins í Grafarvoginum eftir framlengingu, en Þórsarar svöruðu með afgerandi hætti heima í Höllinni í öðrum leik. Í dag er komið að þriðja leiknum og kjörið tækifæri fyrir Þórsara syðra að mæta í Grafarvoginn til að styðja strákana. Fjölnismenn eiga heimavallarréttinn og klárt að Þórsarar verða að vinna að minnsta kosti einn útileik til að vinna einvígið. Af hverju ekki í kvöld með ykkar stuðningi?

Rútuferð verður á vegum handknattleiksdeildar Þórs á leikinn í kvöld. Brottför verður frá Hamri kl. 12:30. Farmiðasala í Stubbi. Sætið kostar 3.000 krónur.