Happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu - dregið 15. mars

Sala stendur yfir á miðum í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu. Dregið verður 15. mars.

Útgefnir miðar eru 2.500 og kostar hver miði 2.000 krónur. Aðeins verður dregið úr seldum miðum, en dráttur fer fram þann 15. mars. Vinninga má vitja í Hamri fram til 1. maí 2023. Ekki er hægt að skila eða skipta vinningum. Verðmæti vinninga er samtals 1.268.024 krónur.

Miðana er hægt að kaupa af leikmönnum í meistaraflokki Þórs eða í Hamri.