Hnefaleikadeildin opnar YouTube-rás

Skjáskot af YouTube-rás hnefaleikadeildarinnar.
Skjáskot af YouTube-rás hnefaleikadeildarinnar.
Hnefaleikadeild Þórs hefur sett upp eigin YouTube-rás þar sem ætlunin er að setja inn upptökur af viðureignum.
 
Nú þegar er komnar inn þrjár upptökur, sú fyrsta er frá viðureign Elmars Freys Aðalheiðarsonar gegn Rúnari Svavarssyni úr HFK á bikarmóti í lok janúar. Þá eru viðureignir Ágústs Davíðssonar og Péturs Stanislavs Karlssonar, og svo viðureign Sveins Sigurbjarnarsonar og Teits Ólafssonar úr HR á sama móti einnig komnar inn á YouTube-rás deildarinnar.