Hrefna Sævarsdóttir og Óskar Jónasson unnu meistaramót píludeildar í krikket

Hrefna Sævarsdóttir og Óskar Jónasson, sigurvegarar í einmenningi í krikket á meistaramóti Þórs. Myn…
Hrefna Sævarsdóttir og Óskar Jónasson, sigurvegarar í einmenningi í krikket á meistaramóti Þórs. Mynd frá píludeildinni.

Meistaramót píludeildar Þórs í krikket, einmenningi, fór fram í gærkvöld.

Sjö konur tóku þátt í meistaramóti Þórs í Krikket, einmenningi. Fyrst var spilaður riðill þar sem þær mættu allar hver annarri og fóru fjórar efstu áfram í útsláttarkeppni Upplýsingar um allar viðureignir má sjá á mótssíðunni á dartconnect.com: riðlillinn og útsláttarkeppni.

Hrefna Sævarsdóttir sigraði Eriku Mist, 3-1, í undanúrslitum og Guðrún Þórðardóttir sigraði Dóru Valgerði Óskarsdóttur, einnig 3-1. Hrefna og Guðrún mættust því í úrslitaleik og þar hafði Hrefna sigur, 4-2. Hrefna er því Þórsmeistari í einmenningi í Krikket.

Myndaalbúm frá mótinu og fleiri píluviðburðum er komið inn á síðuna - opna myndaalbúm.

Sautján karlar mættu til leiks og spiluðu í tveimur riðlum. Fjórir efstu úr hvorum riðli komust áfram í útsláttarkeppnina. Úrslit einstakra leikja í útslættinum má sjá hér að neðan en það var Óskar Jónasson sem hampaði titlinum að lokum eftir 5-2 sigur á Sigurði Fannari Stefánssyni í úrslitaviðureigninni. Ef smellt er á myndina er hægt að skoða nánar úrslit allra leikja í riðli og útslætti.