Hulda Ósk til liðs við Þór

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir spilar með Þór í Subway-deildinni á komandi tímabili.
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir spilar með Þór í Subway-deildinni á komandi tímabili.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samvið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur um að leika með liði Þórs í Subway-deildinni á komandi tímabili. Hulda Ósk er 24ra ára miðherji, 180 sentímetrar að hæð og kemur til félagsins frá KR, en uppeldisfélag hennar er Njarðvík.

Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum, en skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar tvö undanfarin tímabil.

Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik.


Hulda Ósk Bergsteinsdóttir og Heiða Hlín Björnsdóttir eftir leik KR og Þórs í Vesturbænum í vetur.