Nú árið er liðið - Annáll knattspyrnudeildar 2023

Keppnistímabilið 2023 hófst í Boganum.
Keppnistímabilið 2023 hófst í Boganum.

Knattspyrnudeild gerir upp árið 2023 hjá meistaraflokki karla og verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem dreif á daga Þórsliðsins á árinu með okkar helstu samstarfsaðilum.

Yfirferðinni lýkur með formannspistli hér neðst í greininni.

Janúar með Macron

Þór og Þór/KA í Macron | Þór

- Samstarf við ítalska íþróttavöruframleiðandann Macron hófst með formlegum hætti þegar meistaraflokkur tók í notkun nýtt æfingasett.

- Alls tíu leikmenn Þórs voru boðaðir til landsliðsæfinga með yngri landsliðum Íslands

U21 – Ragnar Óli Ragnarsson

U19 – Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Kristófer Kristjánsson

U18 – Ingimar Arnar Kristjánsson

U17 – Davíð Örn Aðalsteinsson

U16 – Pétur Orri Arnarson

U15 – Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason

Aðeins tvö félög á Íslandi áttu fulltrúa í öllum þessum æfingahópum; Þór og þáverandi Íslandsmeistarar Breiðabliks.

Febrúar með Samskip

Lengjubikarinn

Þór – Keflavík 4-1 (Kristján Atli Marteinsson, Alexander Már Þorláksson, Kristófer Kristjánsson, Ingimar Arnar Kristjánsson)

Fylkir – Þór 5-0

Þór – Fjölnir 1-2 (Marc Rochester Sorensen)

- Unglinglandsliðsmennirnir Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson skrifuðu undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór og gerðu þeir báðir samning út árið 2025.

- Samstarfssamningur við Samskip vegna Pollamóts Þórs og Samskipa endurnýjaður til þriggja ára. Pollamót Þórs eiga sér langa sögu sem nær allt aftur til 1987. Samstarf Þórs og Samskipa um Pollamótin hófst með fyrsta samstarfssamningi félaganna árið 2018.

Mars með Goða

Goði Eldstafir 200 g - Heimkaup.is

Lengjubikarinn

KA – Þór 1-0

Þróttur R. – Þór 3-4 (Alexander Már Þorláksson 2, Ýmir Már Geirsson, Nikola Kristinn Stojanovic)

- 73. og 74.Goðamót Þórs fóru fram í marsmánuði þar sem 5.flokkur kvenna og 6.flokkur karla öttu kappi.

- Bjarni Guðjón Brynjólfsson tók þátt í sögulegum sigri U19 ára landsliðs Íslands þegar liðið tryggði sér inn í lokakeppni EM.

- Aron Einar Gunnarsson skoraði þrennu í 0-7 sigri íslenska landsliðsins á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 og varð þar með markahæsti Þórsarinn hjá A-landsliði karla í fótbolta. Lyfti sér upp fyrir Halldór Ómar Áskelsson og Kristján Örn Sigurðsson.

- Undir lok mánaðarins urðu stjórnarskipti á aðalfundi knattspyrnudeildar. Núverandi stjórn er skipuð: Sveinn Elías Jónsson er formaður, Ingi Hrannar Heimisson er varaformaður, Sigurður Grétar Guðmundsson gjaldkeri, John Cariglia ritari og þeir Aðalgeir Axelsson, Óðinn Svan Óðinsson og Ragnar Hauksson meðstjórnendur. Sigurður Grétar er sá eini sem heldur áfram úr fyrri stjórn, en þeir Bjarni Sigurðsson, Birkir Hermann Björgvinsson, Hlynur Birgisson og Sævar Eðvarðsson gengu úr stjórn og er þeim þakkað fyrir mikið og gott framlag til félagsins á undanförnum árum.

Apríl með Arion banka

Arion Banki — CoreMotif

Mjólkurbikar

Þór – KF 6-0 (Alexander Már Þorláksson, Marc Rochester Sorensen 2, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Aron Ingi Magnússon)

Kári – Þór 1-1 (Kristófer Kristjánsson) Þór áfram eftir vítaspyrnukeppni

Meðal fyrirtækja sem prýddu keppnistreyju Þórs keppnistímabilið 2023 voru

    Vídd flísaverslun       Hrímland | Cottage and Apartment Accommodation in Akureyri - Hrímland  Akureyri      Þrif og ræstivörur 

Maí með AK Pure Skin

Myndlýsing ekki til staðar.

 -Keppni í Lengjudeild karla hófst hjá okkar mönnum með heimaleik gegn Vestra í Boganum þann 6.maí.

Lengjudeild

Þór – Vestri 2-1 (Marc Rochester Sorensen, Bjarni Guðjón Brynjólfsson)

Afturelding – Þór 1-0

Þór – Leiknir R. 1-0 (Valdimar Daði Sævarsson)

Fjölnir – Þór 6-0

Mjólkurbikar

Þór – Leiknir R. 3-1 (Aron Ingi Magnússon, Ion Perellon, Ingimar Arnar Kristjánsson)

- Árlegt herrakvöld Þórs fór fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Líkt og undanfarin ár seldist upp á herrakvöldið sem er orðinn fastur liður hjá Þórsurum í maímánuði.

Júní með Íslandsbanka

Stjórnarráðið | Stefnt að sölu eignarhluta í Íslandsbanka á vormánuðum

Lengjudeild

Þór – Ægir 3-1 (Fannar Daði Malmquist Gíslason, Alexander Már Þorláksson, Kristófer Kristjánsson)

Þróttur R. – Þór 3-0

Þór – Selfoss 2-1 (Alexander Már Þorláksson 2)

Njarðvík – Þór 2-2 (Elmar Þór Jónsson 2)

ÍA – Þór 4-0

Mjólkurbikar

Þór – Víkingur R 1-2 (Ingimar Arnar Kristjánsson)

- Nýir samstarfssamningar undirritaðir þegar knattspyrnudeild Þórs gerði samstarfssamninga við tvö fyrirtæki, Vélfag ehf. og Nettó/Samkaup.

-

Júlí með VÍS

Kynningarefni

Lengjudeild

Grindavík – Þór 1-1 (Marc Rochester Sorensen)

Þór – Afturelding 1-3 (Aron Ingi Magnússon)

Vestri – Þór 1-0

Þór – Grótta 3-1 (Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Valdimar Daði Sævarsson 2)

Leiknir R. – Þór 1-0

- Bjarni Guðjón Brynjólfsson tók þátt í lokakeppni EM með U19 ára landsliði Íslands. Bjarni Guðjón var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik Íslands gegn Spánverjum. Hann fékk rautt spjald í leiknum og var því í leikbanni gegn Norðmönnum í öðrum leik liðsins en kom aftur inn í byrjunarliðið í lokaleiknum gegn Grikkjum.

Byrjunarlið U19, Bjarni er nr. 7. Mynd af vef KSÍ - Hulda Margrét.

- Pollamót Þórs og Samskipa var á sínum stað í byrjun mánaðarins þar sem keppendur voru um það bil 800 talsins sem gerir mótið í ár eitt af þeim fjölmennari í sögunni. Um var að ræða 36.Pollamótið

- Undirritaður var samningur til þriggja ára milli VÍS og íþróttafélagsins Þórs um að nafni Þórsvallar verði breytt og mun hann því heita VÍS-völlurinn næstu þrjú árin hið minnsta. Í tilefni af þessu bauð VÍS frítt á völlinn á leik Þórs og Aftureldingar í mánuðinum.

Ágúst með Landsbankanum

Merki Landsbankans

Lengjudeild

Þór – Fjölnir 0-1

Ægir – Þór 2-3 (Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Alexander Már Þorláksson, Nökkvi Hjörvarsson)

Þór – Þróttur R. 2-1 (Alexander Már Þorláksson, Ragnar Óli Ragnarsson)

Selfoss – Þór 2-2 (Aron Ingi Magnússon 2)

Þór – Njarðvík 0-3

- Um miðjan mánuð barst kauptilboð frá Val í Bjarna Guðjón Brynjólfsson sem var samþykkt af knattspyrnudeild Þórs. Um leið gerðu félögin með sér samkomulag um að Bjarni Guðjón myndi klára keppnistímabilið með Þór.

- Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason voru í 21 manna leikmannahópi U15 landsliðs Íslands sem valinn var til að mæta Ungverjum í tveimur æfingaleikjum á Selfossi í lok mánaðarins. 

Talið frá vinstri: Ásbjörn Líndal, Sigurður Jökull, Egill Orri, Sverrir Páll, Einar Freyr.

September með Minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar

Lengjudeild

Þór – ÍA 2-3 (Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Nikola Kristinn Stojanovic)

Grótta – Þór 1-0

Þór – Grindavík 3-0 (Aron Ingi Magnússon 2, Bjarni Guðjón Brynjólfsson

Lokastaða í deild - 7.sæti af 12 liðum

27 stig – 8 sigrar, 3 jafntefli og 11 töp

27 mörk skoruð, 39 mörk fengin á sig

Markahæstu leikmenn í deild: Alexander Már Þorláksson, Aron Ingi Magnússon og Bjarni Guðjón Brynjólfsson, 5 mörk hver.

Oftast maður leiksins í boði  Fisk Kompaní (Aðeins heimaleikir) – Marc Rochester Sorensen, 3x.

- Á lokahófi knattspyrnudeildar var Marc Rochester Sorensen valinn leikmaður ársins og Aron Ingi Magnússon efnilegastur.

Marc spilaði alls 24 leiki með Þórsliðinu á árinu og skoraði í þeim leikjum fimm mörk, 17/2 í Lengjudeildinni, 3/2 í Mjólkurbikarkeppninni og 4/1 í Lengjubikarnum.Aron Ingi spilaði 26 leiki með Þórsliðinu á árinu og skoraði í þeim leikjum sjö mörk, 20/5 í Lengjudeildinni, 5/2 í Mjólkurbikarkeppninni og 1/0 í Lengjubikarnum. Þá tók hann einnig þátt í nokkrum leikjum með 2. flokki. Aron Ingi á samtals að baki 51 meistaraflokksleik með Þór, þann fyrsta á árinu 2021.

Á lokahófinu var Bjarni Guðjón Brynjólfsson kvaddur sérstaklega með viðurkenningu fyrir sitt framlag til félagsins þar sem hann kveður nú félagið í bili eftir að hafa verið seldur til Vals. Bjarni hefur leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Þórs en hann er fæddur árið 2004.

- Fyrir leik Þórs og Grindavíkur í lokaumferð Lengjudeildarinnar var Sigurður Marinó Kristjánsson heiðraður af stjórn knattspyrnudeildar en Sigurður tók ákvörðun um að leggja takkaskóna á hilluna. Hann á að baki alls 356 leiki í mótum á vegum KSÍ, 327 með Þór og 29 með Magna. Auk þessara leikja eru svo fjórir Evrópuleikir. Sigurður Marinó spilaði 56 leiki með Þór í efstu deild.

Sigurður Marinó Kristjánsson fékk blómvönd og myndir af sjálfum sér frá ferlinum með Þór.

- Minningarsjóður Guðmundar Sigurbjörnssonar afhenti knattspyrnudeild styrk upp á 750.000 krónur fyrir leik Þórs og Grindavíkur í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Samhliða afhendingu styrksins stóð minningarsjóðurinn fyrir vel heppnuðum lukkuleik fyrir áhorfendur á leiknum. Frábært framtak.

Vinningar í lukkuleik Minningarsjóðs Guðmundar ...

- Þann 25.september var tilkynnt um að Þorlákur Árnason myndi ekki þjálfa lið Þórs áfram eftir tveggja ára starf. Þorlákur tók við Þórsliðinu haustið 2021 og undir hans stjórn hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar bæði tímabilin.

Í tilkynningu frá félaginu varðandi starfslokin sagði: Á þessum tveimur árum hefur mörgum ungum leikmönnum verið gefið tækifæri og þeir náð að þróast í að verða lykilmenn í liðinu. Það eru spennandi tímar framundan í Þorpinu og áhugavert verkefni sem bíður eftirmanns Láka að koma okkar liði í efstu deild.“

Október með Slippnum

Stefnur | Slippurinn Akureyri

- Sex ungir Þórsarar skrifuðu undir sinn fyrsta samning við félagið þegar þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Haukur Leo Þórðarson, Kjartan Ingi Friðriksson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason gerðu samninga sem gilda út 2026

- Kristófer Kató Friðriksson lék sína fyrstu unglingalandsleiki í þegar hann tók þátt í UEFA Development móti með íslenska U15 landsliðinu í fótbolta. Kató og félagar léku gegn Spáni, Pólverjum og Wales og stóð Kató sig með mikilli prýði en hann leikur jafnan sem miðjumaður.

- Þann 17.október var tilkynnt um ráðningu á nýjum aðalþjálfara Þórsliðsins þegar sagt var frá því að knattspyrnudeild hefði náð samkomulagi við Sigurð Heiðar Höskuldsson og gerði hann þriggja ára samning.

„Siggi var efstur á lista stjórnar frá upphafi og sá eini sem við fórum í viðræður við. Erum við því virkilega ánægðir með ráðninguna, hlökkum til samstarfsins og bjóðum hann velkominn í Þorpið,“

Þjálfarateymi meistaraflokks fullskipað | Þór

- Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson tóku þátt í undankeppni EM með U17 ára landsliði Íslands í fótbolta á Írlandi þar sem íslenska liðið hafnaði í 3.sæti með fjögur stig og komst ekki áfram í lokakeppnina.

- Skemmtimót knattspyrnudeildar í pílukasti fór fram í píluaðstöðu Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.

Nóvember með Leiguvélum Norðurlands

Myndlýsing ekki til staðar.

- Goðamót númer 75 og 76 fóru fram í Boganum þar sem 5.flokkur karla og 6.flokkur kvenna öttu kappi.

- Sigurður Heiðar Höskuldsson var formlega boðinn velkominn í Þorpið á Kótilettukvöldi knattspyrnudeildar í Hamri þann 9.nóvember. Vel var mætt og góð stemning.

Desember með Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf.

- Gengið var frá undirskriftum við allt þjálfarateymi knattspyrnudeildar. Sigurður Heiðar setti saman sitt teymi sem samanstendur af.

Sveinn Leó Bogason – Aðstoðarþjálfari

Jónas L. Sigursteinsson – Markmannsþjálfari

Stefán Ingi Jóhannsson – Styrktarþjálfari

Arnar Geir Halldórsson – Afreksþjálfun

- Leikmenn meistaraflokks karla buðu til skötuveislu í Hamri á Þorláksmessu í fyrsta sinn. Undirtektir voru góðar og klárlega eitthvað sem er komið til að vera.

- Jólamót Þórs og Íslenskra Rafverktaka ehf. fór fram þann 29.desember í Boganum. Frábær þátttaka var á mótinu í ár og gleðin við völd frá upphafi til enda.

                                           

Lokaorð ársins frá formanni knattspyrnudeildar Þórs

Kæru Þórsarar,

Mér líður eins og bjart sé framundan í Þorpinu. Segja má að uppbyggingarstefna félagsins síðustu ár sé farin að bera ávöxt og margir leikmenn hafa skilað sér upp í gegnum yngri flokka félagsins og alla leið í meistaraflokk. Starf unglingaráðs og þjálfun yngri flokka er með því allra besta sem gerist á landinu og eru tilnefningar okkar iðkenda í yngri landsliðum staðfesting á því góða starfi.

Sigurður Heiðar Höskuldsson var ráðinn í starf aðalþjálfara meistaraflokks félagsins í haust og erum við afar stoltir af þeirri ráðningu, en að okkar mati er hann einn færasti þjálfari landsins og hlökkum við til samstarfsins. Einnig bjuggum við til nýtt starf, yfirmann afreksþjálfunar, í samráði við unglingaráð og var Arnar Geir Halldórsson ráðinn í starfið. Við teljum þetta sýna að þrátt fyrir gott starf síðustu ár, þá sé enn rými til bætinga og það rými viljum við reyna að fylla á hverju ári.

Stjórn knattspyrnudeildarinnar er með skýr markmið fyrir næstu ár, að koma Þórsliðinu aftur í deild þeirra bestu og festa okkur þar í sessi. Við finnum fyrir kraftinum sem býr í félaginu og viljum nýta hann. Á sama tíma og við teljum mönnun góða í stjórn, þjálfun og leikmannahópi liðsins þá vitum við einnig að gott íþróttastarf þarf á ykkur að halda, stuðningsmönnum, styrktaraðilum og sjálfboðaliðum. Það er ærið verkefni að reka íþróttafélög, en það gefur hins vegar góða tilfinningu í hjartað að leggja sitt af mörkum.

Ég vil því að endingu senda þakklætisvott til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg á árinu með okkur og vonast til þess að allir og fleiri til bætist í hópinn á nýju ári til þess að styðja við okkur þannig auka líkurnar til þess að markmið okkar náist, sem allra fyrst.

Óska ég ykkur öllum farsældar og gleði á nýju ári og þakka fyrir gott samstarf, góðan stuðning og góðar stundir á árinu sem er að líða.

Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar Þórs.

_____________________________________

لا يتوفر وصف للصورة.

Akureyri Backpackers | Akureyri Backpackers

Fylgstu með á samfélagsmiðlum

Við Þórsarar erum spenntir fyrir 2024 í fótboltanum og við hvetjum allt okkar stuðningsfólk til að fylgjast vel með okkar starfi. Til að vera vel með á nótunum er gott að fylgjast með samfélagsmiðlum félagsins sem eru á tenglunum hér að neðan.

Þangað inn koma reglulegar fréttir úr starfinu auk þess sem viðburðir eru reglulega auglýstir.

Þór – Fótbolti á Facebook

Þór – Fótbolti á Twitter

Þór – Fótbolti á Instagram

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Þórs á Facebook

Íþróttafélagið Þór á Facebook

Íþróttafélagið Þór á Instagram

Áfram Þór!