Ibra framlengir

 
Ibrahima Balde hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við knattspyrnudeild Þórs og er nú samningsbundinn út keppnistímabilið 2027.
 
Ibra gekk í raðir Þórs í vetur og hefur skorað 9 mörk í 13 leikjum fyrir okkar menn í sumar í deild og bikar. Alls hefur Ibra, sem er 29 ára gamall, leikið 67 leiki á Íslandi en hann kom til Þórs frá Vestra þar sem hann lék síðustu tvö ár.
 
Sannkölluð gleðitíðindi enda hefur Ibra fallið vel inn í umhverfið í Þorpinu í sumar.