Ion Perello til liðs við Þór

Ion Perello.
Ion Perello.

Knattspyrnudeild Þórs hefur gert samning við spænska miðjumanninn Ion Perello og mun hann spila með liðinu út tímabilið, hið minnsta.

Perello er 24 ára gamall og hefur stærstan hluta ferilsins leikið í heimalandi sínu en hann kemur til Þórs frá Hetti/Huginn þar sem hann hefur leikið í sumar og í fyrra. 

Hann skrifaði undir samning í Hamri í dag og mun æfa með liðinu seinnipartinn. Hann verður svo orðinn löglegur með liðinu fyrir næsta leik í Lengjudeildinni sem er gegn Þrótti Vogum á Saltpay-vellinum næstkomandi fimmtudag.

Við bjóðum nýjasta liðsmann Þórs velkominn til félagsins og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum.


Ion Perello handsalar samning við Bjarna Sigurðsson, formann knattspyrnudeildar.