Ísfold, Jakobína og Kimberley valdar í U19

Ísfold (t.v.), Jakobína fyrir miðju og Kimberley eru allar feykilega efnilegir leikmenn!
Ísfold (t.v.), Jakobína fyrir miðju og Kimberley eru allar feykilega efnilegir leikmenn!

Þrjár úr okkar hópi hafa verið valdar í 20 leikmanna landsliðshóp U19 sem mætir Svíum og Norðmönnum í æfingaleikjum í byrjun september.

Þetta eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.

Hópurinn kemur saman til æfinga miðvikudaginn 31. ágúst og heldur utan föstudaginn 2. september. Liðið mætir Norðmönnum sunnudaginn 4. september og Svíum þriðjudaginn 6. september.

Liðið undirbýr sig meðal annars fyrir undankeppni EM 2023. Ísland er þar í B-deild og mætir Litháen, Færeyjum og Liechtenstein í Litháen í nóvember, en sigurlið riðilsins fer áfram upp í A-deild undankeppninnar fyrir aðra umferð keppninnar.

Þjálfari U19 er Margrét Magnúsdóttir.