Íslandsleikarnir og opnar æfingar fyrir börn með sérþarfir

Helgina 16. og 17. mars verða svokallaðir Íslandsleikar hér á Akureyri þar sem börn með sérþarfir koma frá höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð og keppa í blönduðum liðum í Íþróttahöllinni. Auk þess verða opnar æfingar í fótbolta og körfubolta í Íþróttahöllinni fyrir börn með sérþarfir.

Hugmyndin að verkefninu vaknaði hjá forsvarsmönnum Hauka og Stjörnunnar/Asparinnar þar sem vantaði að iðkendur þeirra félaga sem væru fatlaðir fengju að fara í keppnisferðir eins og lið með ófatlaða innanborðs. Þjálfarar héðan hafa komið að skipulagningu þessara æfinga ásamt Báru hjá Haukum, sem sér um körfuboltann, og Gunnhildi Yrsu hjá Stjörnunni/Öspinni, sem sér um fótboltann, og munu þeir aðstoða á æfingunum.

  • Laugardagur 16. mars – körfuboltaæfing kl. 10-11 – Íþróttahöllin
  • Sunnudagur 17. mars – fótboltaæfing kl. 9-10 - Íþróttahöllin