Pílukast: Íslandsmót félagsliða um helgina

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fer fram um helgina sunnan heiða. Í heildina eru 12 félög sem senda inn lið, 22 karlalið og 4 kvennalið. Þetta verður fjölmennasta Íslandsmót félagsliða frá upphafi. Mótið fer fram á Bullseye í Reykjavík og hvetjum við þórsara að kíkja við um helgina.

Píludeild Þórs sendir fullmannað lið til leiks, tvö karlalið og eitt kvennalið. Í heildina verða 12 keppendur frá píludeild Þórs sem taka þátt í mótinu.

Í karlaflokki voru eftirfarandi meðlimir valdir:

  • Ágúst Örn Vilbergsson
  • Árni Gísli Magnússon
  • Davíð Örn Oddsson
  • Dilyan Kolev
  • Friðrik Gunnarsson
  • Óskar Jónasson
  • Valur Sigureirsson
  • Valþór Atli Birgisson

Í kvennaflokki voru eftirfarandi meðlimir valdir:

  • Dóra Valgerður Óskarsdóttir
  • Kolbrún Gígja Einarsdóttir
  • Ólöf Heiða Óskarsdóttir
  • Sunna Valdimarsdóttir

 

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Keppni hefst á laugardagsmorgun kl 10:00 en þá hefst keppni í tvímenning. Seinna um daginn, um kl 14:30 hefst keppni í einmenning.K
Keppni á sunnudegi hefst kl 10:00. 

Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á Dartconnect:

Beint streymi verður frá mótinu á Youtube síðu Live Darts Iceland:

Óskum keppendum píludeildar Þórs góðs gengis um helgina!