Íþróttafólk Þórs 2022 - tilnefningar deilda

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 verður lýst í hófi í Hamri í dag kl. 17. Valið fer þannig fram að deildum félagsins gefst kostur á að tilnefna karl og konu úr sínum röðum og aðalstjórn Þórs kýs síðan á milli þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru.

Deildum félagsins gafst kostur á að tilnefna einstaklinga úr sínum röðum, karl og konu eftir atvikum. Kjör íþróttafólks Þórs fer fram samkvæmt reglugerð þar um og eru það aðalstjórnarfulltrúar sem kjósa á milli þess íþróttafólks sem tilnefnt er af deildunum. Þau sem verða fyrir valinu verða síðan fulltrúar félagsins við kjör ÍBA á íþróttafólki Akureyrar, en jafnframt er heimilt að félagið tilnefni fleiri einstaklinga ef ástæða og árangur þykja gefa tilefni til.

Alls voru níu einstaklingar í kjöri þetta árið, en því miður komu ekki tvær tilnefningar (karl og kona) frá öllum deildum, eins og heimilt er. Eftirtalin eru tilnefnd af deildunum og eru í kjöri sem íþróttafólk Þórs. Textinn sem fylgir myndunum neðar í fréttinni er sá texti sem deildirnar sendu inn þegar viðkomandi tilnefningu var skilað. Hinum tilnefndu er þar raðað í stafrófsröð, fyrst konum og síðan körlum.

Sjá einnig aðrar fréttir:

Við áramót - dagskrá verðlaunahátíðar | Þór - (thorsport.is)
Íþróttafólk Þórs: Arna Sif oftast valin | Þór - (thorsport.is)
Ragnar og Kristján endurvöktu valið 1990 | Þór - (thorsport.is)

+

Íþróttafólk Þórs 1990-2021