Jafnt í Grindavík

Marc skorar mark. Skjáskot úr útsendingu frá leiknum.
Marc skorar mark. Skjáskot úr útsendingu frá leiknum.

Þór og Grindavík skildu jöfn í 10. umferð Lengjudeildarinnar í gær. Þórsarar komust yfir, en heimamenn jöfnuðu þegar skammt var eftir af leiknum.

Um hörkuleik var að ræða, en mikill vindur sem gerði mönnum oft erfitt fyrir. 

  • 0-1 - Marc Sörensen (64'). Stoðsending: Alexander Már Þorláksson.
  • 1-1 - Marko Vardic (86').

Þórsarar náðu forystunni á 64. mínútu. Aron Birkir tók þá aukaspyrnu vinstra megin við eigin teig, sendi langan bolta fram, Alexander Már tók við honum, sendi á Marc, hann út á kantinn á Aron Inga, sem sendi inn á teiginn á Alexander Má og hann renndi boltanum til hægri í teignum þar sem Marc kom aðvífandi og skoraði. Grindvíkingar jöfnuðu á 86. mínútu, en Þórsarar fengu tvö dauðafæri eftir það sem ekki nýttust.

Þórsarar eru í 5. sæti deildarinnar eftir jafnteflið í gær. Vegna tilfærslna á leikjum hafa liðin í deildinni ýmist spilað níu, tíu eða ellefu leiki. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn toppliði deildarinnar, Aftureldingu, sunnudaginn 16. júlí kl. 16. Frítt er á völlinn í boði VÍS.

Hér má sjá mark Þórs

Hér má sjá mark Grindavíkur