Júlíus Orri og Dúi Þór í æfingahópi A-landsliðs

Dúi Þór í leik Þórs og Grindavíkur
Dúi Þór í leik Þórs og Grindavíkur

Júlíus Orri og Dúi Þór í æfingahópi A-landsliðs

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans, þeir Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson, hafa boðað í upphafi leikmenn til æfinga, sem æfa saman á morgun föstudag og laugardag. Úr þeim hópi munu þeir svo boða til áframhaldandi æfinga þá leikmenn sem koma til móts við annan hóp leikmanna landsliðsins sem hefja æfingar í kjölfarið á þessum fyrstu æfingum. Það verður þá endanlegur lokahópur sem undirbýr sig áfram næstu tvær vikur fyrir þennan mikilvæga leik gegn Hollandi.

Í þessum hópi eru þeir Júlíus Orri Ágústsson sem leikur með Caldwell, USA og Dúi Þór sem lék með Þór í vetur.

Þeir leikmenn sem hafa verið boðaðir í fyrsta æfingahópinn og æfa um helgina eru eftirtaldir leikmenn:

Almar Orri Atlason · KR

Bjarni Guðmann Jónsson · Fort Hayes St., USA

Davíð Arnar Ágústsson · Þór Þorlákshöfn

Dúi Þór Jónsson · Þór Akureyri

Gunnar Ólafsson · Stjarnan

Hákon Örn Hjálmarsson · Binghamton, USA

Hilmar Pétursson · Breiðablik

Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan

Hilmir Hallgrímsson · Vestri

Hugi Hallgrímsson · Vestri

Júlíus Orri Ágústsson · Caldwell, USA

Kristinn Pálsson · Grindavík

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll

Ragnar Örn Bragason · Þór Þorlákshöfn

Róbert Sean Birmingham · Baskonia, Spánn

Sigurður Pétursson · Breiðablik

Sigvaldi Eggertsson · ÍR