Karlotta og Kolfinna með U16 til Wales

Kolfinna Eik og Karlotta Björk.
Kolfinna Eik og Karlotta Björk.

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í UEFA Development Tournament í apríl.

Mótið er leikið í Wales dagana 10.-16. apríl þar sem liðið mætir Wales, Tékklandi og Ísrael.

Í hópnum eru tveir leikmenn úr Þór/KA; þær Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir. Báðar eru fæddar árið 2007 og hafa komið við sögu í Lengjubikarnum með meistaraflokki Þórs/KA í vetur.

Hópinn í heild má sjá með því að smella hér.

Óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.