KA/Þór auðveldlega áfram í bikarnum

KA/Þór átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarkeppninnar þegar liðið mætti botnliði Grill 66 deildarinnar, Berserkjum, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í Víkinni í kvöld.

Berserkir voru reyndar á undan að skora og komust í 2-1, en þá komu níu mörk í röð frá KA/Þór og aldrei spurning í hvað stefndi. KA/Þór hafði tólf marka forskot í leikhléi og hélt svo áfram að auka forskotið út leikinn. Niðurstaðan varð 29 marka sigur og okkar konur komnar áfram í 16 liða úrslitin. Lokatölur 7-36.

Helstu tölur

Berserkir
Mörk: Katrín Guðmundsdóttir 3, Jóhanna Helga Jendóttir 2, Brynhildur Eva Thorsteinson 1, Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir 1.*
Varin skot: Aníta Sólveig Traustadóttir 2, Sandra Björk Ketilsdóttir 7 (20%).*
Refsingar: 18 mínútur.

KA/Þór
Mörk: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 8, Kristín A. Jóhannsdóttir 7, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Natalia Soares Baliana 2, Isabella Fraga 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Elsa Björg Guðmundsdóttir 1
Varin skot: Matea Lonac 6, Telma Ósk Þórhallsdóttir 5 (61%).
Refsingar: 2 mínútur.

Ítarleg tölfræði á hbstatz.is

Sextán liða úrslit Powerade-bikarkeppninnar fara fram 6. febrúar.