KA/Þór hefur keppni í úrslitum Olísdeildarinnar í dag

Sex liða úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handbolta hefst í dag. KA/Þór mætir Stjörnunni í Garðabænum.

Reglurnar í Olísdeild kvenna eru þannig að tvö efstu lið deildarinnar bíða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan liðin í 3.-6. sæti mætast, en það eru Stjarnan, Fram, Haukar og KA/Þór.

Fyrsti leikur KA/Þórs og Stjörnunnar verður í Garðabænum í dag, mánudaginn 17. apríl, og hefst kl. 18. Annar leikur verður á Akureyri á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, og hefst kl. 17. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í undanúrslit deildarinnar. Vinni liðin hvort sinn leik mætast þau í oddaleik í Garðabænum sunnudaginn 23. apríl.