KA/Þór í undanúrslit á ótrúlegan hátt!

Aldís Ásta Heimisdóttir. Mynd: Þórir Tryggva
Aldís Ásta Heimisdóttir. Mynd: Þórir Tryggva

KA/Þór er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir vægast sagt ótrúlegan endi á handboltaleik! Víða er fjallað um leikinn á fjölmiðlum landsins enda ótrúleg dramatík í lokin þegar Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði mark okkar stúlkna beint úr aukakasti að loknum venjulegum leiktíma.

Eins og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður Akureyri.net orðar þetta svo vel:

,,Staðan var 23:23 þegar leiktíminn rann út, KA/Þór átti aukakast á „vonlausum“ stað vinstra megin og allir í húsinu bjuggu sig sennilega undir framlengingu því knýja þurfti fram úrslit; allir nema Aldís Ásta Heimisdóttir sem tók að sér að skjóta. Ótrúlegt en satt: hún þrumaði boltanum yfir varnarmúr Hauka og yfir markvörðinn – 24:23. Stórkostlega gert!"

 Nánar má lesa frábæra umfjöllun akureyri.net um leikinn hér: https://www.akureyri.net/is/ithrottir/aevintyramark-kom-kathor-afram