KA/ÞÓR mætir Val í þriðja leiknum í kvöld

Stelpurnar í KA/Þór fagna með stuðningsmönnum eftir sigur á Valskonum í leik liðanna sl. mánudag. My…
Stelpurnar í KA/Þór fagna með stuðningsmönnum eftir sigur á Valskonum í leik liðanna sl. mánudag. Mynd: Egill Bjarni.

KA/ÞÓR heldur í dag suður yfir heiðar og mætir Val í þriðja undanúrslitaleik liðanna um laust sæti í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Staðan í einvíginu er 1-1 en liðin hafa unnið sinn heimaleikinn hvort. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. 

Leikirnir hafa verið jafnir og spennandi hingað til en ljóst er að KA/ÞÓR þarf að vinna Valskonur a.m.k einu sinni á Hlíðarenda til að komast áfram. Leikur liðanna hefst kl.18.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð2 Sport en við hvetjum að sjálfsögðu alla Akureyringa á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.