KA/Þór unnu Norden Cup

Sigurliðið.
Sigurliðið.

5.flokkur KA/Þór gerði gott mót í Svíþjóð yfir hátíðarnar þar sem stelpurnar tóku þátt í alþjóðlegu móti, Norden Cup, ásamt liðum frá hinum Norðurlöndunum.

Stelpurnar í KA/Þór unnu norskt lið í 8-liða úrslitunum og svo danskt lið í undanúrslitunum. Úrslitaleikurinn var gegn sænska liðinu Önnereds HK og þar tókst þeim akureyrsku að tryggja sér sigur eftir framlengdan leik og þar með Norden Cup meistaratitilinn í 5. flokki. Staðan var jöfn 17:17 eftir venjulegan leiktíma en í KA/Þór réði ferðinni í framlengingunni og lokatölur urðu 21:17.

Mörk KA/Þórs: Steinunn Heimisdóttir 7, Maríanna Gunnþórsdóttir 3, Elsa Egilsdóttir 3, Hilda Stefánsdóttir 3, Sunna Kristinsdóttir 2, Arney Steinþórsdóttir 1, Lydia Ragnarsdóttir 1, Julia Heinesen 1.

Stelpurnar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar svo þetta var afar viðeigandi endir á góðu ári. Þjálfari 5.flokks er Heimir Örn Árnason.