Knattspyrna: Fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni í kvöld

Þórsarar hefja leik á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í dag þegar þeir sækja Þróttara heim í Laugardalinn í 1. umferð Lengjudeildarinnar. Stuðningsfólk syðra ætlar að hittast í Ölveri og hefja upphitun kl. 17, en leikurinn hefst kl. 19:15.

Þórsliðið hefur verið mikið í umræðunni í vetur með tilkomu nýs þjálfara Sigurðar Höskuldssonar, en einnig deftir góðan árangur í Lengjubikarnum og þær breytingar sem orðið hafa á leikmannahópnum, auk þess sem liðið er komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarkeppninna. Spámenn setja liðið ofarlega í Lengjudeildinni, en svo tekur alvaran við í kvöld og eins og í öllum íþróttum er öflugur stuðningur gulls ígildi. Það sýnir sig ítrekað og stefnir í góðan stuðning heima og að heiman. Þórsarar ætla að hittast í Ölveri frá kl. 17 og halda svo þaðan á Avis-völlinn í Laugardalnum, heimavöll Þróttar, og hefja Lengjudeildarslaginn af krafti.

Leikmannahópurinn

  • Alexander Már Þorláksson
  • Aron Birkir Stefánsson
  • Aron Ingi Magnússon
  • Auðunn Ingi Valtýsson
  • Árni Elvar Árnason
  • Ásbjörn Líndal Arnarsson
  • Birgir Ómar Hlynsson
  • Birkir Heimisson
  • Bjarki Þór Viðarsson
  • Davíð Örn Aðalsteinsson
  • Egill Orri Arnarsson
  • Einar Freyr Halldórsson
  • Elmar Þór Jónsson
  • Fannar Daði Malmquist Gíslason
  • Haukur Leó Þórðarson
  • Hermann Helgi Rúnarsson
  • Ingimar Arnar Kristjánsson
  • Jón Jökull Hjaltason
  • Kjartan Ingi Friðriksson
  • Kristófer Kristjánsson
  • Marc Rochester Sörensen
  • Rafael Victor
  • Ragnar Óli Ragnarsson
  • Sigfús Fannar Gunnarsson
  • Sigurður Jökull Ingvason
  • Sverrir Páll Ingason
  • Vilhelm Ottó Biering Ottósson
  • Ýmir Már Geirsson

Komnir

  • Auðunn Ingi Valtýsson (úr láni hjá Dalvík/Reyni)
  • Árni Elvar Árnason frá Leikni
  • Birkir Heimisson frá Val
  • Jón Jökull Hjaltason frá ÍBV
  • Rafael Victor frá Njarðvík
  • Sigfús Fannar Gunnarsson (úr láni hjá Dalvík/Reyni)

Samningsbundnir leikmenn á láni

  • Atli Þór Sindrason í Kormák/Hvöt
  • Haukur Helgason í KF
  • Kristinn Bjarni Andrason í Kormák/Hvöt
  • Nökkvi Hjörvarsson í Kormák/Hvöt
  • Pétur Orri Arnarson í Kormák/Hvöt
  • Viðar Már Hilmarsson í Magna

Farnir

  • Akseli Kalermo til Finnlands
  • Bjarni Guðjón Brynjólfsson í Val
  • Kristján Atli Marteinsson í ÍR
  • Nikola Kristinn Stojanovic í Dalvík/Reyni
  • Ómar Castaldo Einarsson í Víking Ó.
  • Rafnar Máni Gunnarsson í Völsung
  • Sigurður Marinó Kristjánsson, hættur
  • Valdimar Daði Sævarsson í Gróttu