Knattspyrna: Jafntefli í fyrsta leik í Lengjudeildinni

Rafael Victor skorar mark Þórs í jafnteflinu við Þrótt í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.n…
Rafael Victor skorar mark Þórs í jafnteflinu við Þrótt í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net

Þór gerði jafntefli við Þrótt í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gær. Heimamenn í Þrótti jöfnuðu í uppbótartíma leiksins.

Þórsarar komust yfir eftir um hálftíma leik þegar Rafael Victor skoraði úr víti sem dæmt var eftir að boltinn fór í hendina á Jörgen Pettersen. Þórsarar héldu þessari forystu nánast út leikinn, en Jörgen Pettersen, sá hinn sami og fékk dæmt á sig vítið, jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. Þórsarar fengu svo raunar dauðafæri til að ná aftur forystunni eftir það, en náðu ekki að nýta það. 

Þróttur - Þór 1-1 (0-1)

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Aftureldingu fimmtudaginn 9. maí. Leikurinn er settur á VÍS-völlinn (Þórsvöll), en litlar líkur eru á að hann verði tilbúinn og leikhæfur. Það má því fastlega gera ráð fyrir að í það minnsta fyrsti heimaleikur Þórs í Lengjudeildinni þetta árið verði í Boganum, jafnvel fleiri.