Knattspyrna: Þór2 og KA2 leika um 3. sætið í kvöld

Þór2 og KA2 mætast í leik um 3. sætið í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu í kvöld. Leikið verður í Boganum.

  • Þór2 endaði í 2. sæti A-riðils með sex stig, vann tvo leiki og tapaði tveimur.
    Sigrarnir komu á móti KHT (7-1) og KFA (3-2), en töpin voru á móti Magna (1-2) og KA (1-5).
  • KA2 endaði í 2. sæti B-riðils með níu stig, vann þrjá leiki og tapaði einum.
    Tapið kom gegn Þór (0-4), en sigrarnir gegn Völsungi (3-1), KF (2-1) og Samherjum (8-0).

Leikur liðanna hefst kl. 19:45.

Upplýsingar um úrslitaleiki um sæti í Kjarnafæðimótinu má finna á vef KDN - sjá hér.