Knattspyrna: Þór/KA2 með öruggan sigur á Tindastóli

Fyrsti leikurinn í kvennadeild Kjarnafæðismótsins fór fram í gær þegar Þór/KA2 tók á móti liði Tindastóls. Feðgin voru í dómaratríóinu og er það í fyrsta skipti í sögu KDN sem það gerist, mögulega á landinu einnig.

Þau Leyla Ósk Jónsdóttir, fædd 2009, og Zakir Jón Gasanov dæmdu leikinn ásamt Sveini Þórði Þórðarsyni. Zakir Jón var aðaldómari og Leyla Ósk dóttir hans aðstoðardómari, í sínum fyrsta leik í meistaraflokki.

Þór/KA2 vann fimm marka sigur, 6-1, eftir að hafa verið 2-0 yfir í leikhléi.

Þór/KA2 - Tindastóll 6-1 (2-0)

  • 1-0 Bríet Fjóla Bjarnadóttir (11')
  • 2-0 Ólína Helga Siþórsdóttir (35')
  • 3-0 Hildur Anna Birgisdóttir (49')
  • 4-0 Bríet Fjóla Bjarnadóttir (63')
  • 5-0 Amalía Árnadóttir (72')
  • 5-1 Birgitta Rún Finnbogadóttir (79')
  • 6-1 Eva S. Dolina-Sokolowska (90+3')


Dómaratríóið. Leyla Ósk Jónsdóttir, Zakir Jón Gasanov og Sveinn Þórður Þórðarson.