Knattspyrna: Tvær frá Þór/KA í mikilvægum leik með U20 í dag

U20 landslið kvenna í knattspyrnu mætir liði Austurríkis í umspilsleik í dag um það hvor þjóðin fær sæti á lokamóti HM U20 í haust.

Þór/KA á tvær í landsliðshópnum að þessu sinni, en það eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. 

Ísland og Austurríki enduðu bæði í 3. sæti í sínum riðli í lokamóti EM U19 í sumar og munu mætast í gríðarlega mikilvægum leik þar sem sigurliðið fær sæti á lokamóti HM. Leikur dagsins fer fram í Salou, rétt utan við Barcelona, en lokamót HM fer fram í Kólumbíu og hefst 31. ágúst. 

Leikurinn hefst kl. 16 og verður sýndur beint í Sjónvarpi Símans.