Körfubolti: Fyrsti útisigurinn kom í Laugardalshöllinni

Þórsarar unnu lið Ármanns í 1. deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Þetta er fyrsti útisigur Þórs á tímabilinu.

Leikurinn var jafn fyrstu tæpar fjórar mínúturnar og staðan 10-10, en þá komu 12 stig í röð frá Þórsurum á um fjórum mínútum og staðan 10-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta Sjö stiga munur var þegar fyrsta fjórðungi lauk, 20-27. Þórsarar unnu annan leikhlutann með fimm stiga mun og höfðu því 12 stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn.

Þórsarar létu forystuna aldrei af hendi eftir þennan góða sprett í fyrsta leikhlutanum. Munurinn varð minnstur fimm stig í byrjun annars leikhluta og mestur 19 stig í fjórða leikhlutanum. Þórsarar sigruðu á endanum með 14 stiga mun.

Ármann - Þór (20-27) (23-28) 43-55 (19-19) (22-26) 86-100

Jason Gigliotti og Reynir Róbertsson voru stigahæstir Þórsara með 24 og 22 stig. Jason og Baldur Örn Jóhannesson tóku báðir 11 fráköst.

Stig/fráköst/stoðsendingar

Jason Gigliotti 24/11/2, Reynir Róbertsson 22/7/4, Harrison Butler 16/6/9, Smári Jónsson 13/7/3, Páll Nóel Hjálmarsson 9/0/0, Michael Walcott 5/1/0, Hákon Hilmir Arnarsson 4/0/0, Andri Már Jóhannesson 3/0/0, Baldur Örn Jóhannesson 2/11/2, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 2/1/0.

Smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði leiksins.

Þetta var þriðji sigur Þórsara í deildinni og situr liðið núna í 8. sæti deildarinnar eftir níu umferðir. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Sindra.

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - Sindri
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 8. desember
  • Tími: 19:15