Körfubolti: Heimsókn að Hlíðarenda í kvöld

Fjórðu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta lýkur í kvöld þegar Þórsarar mæta Íslandsmeisturum Vals í Origo-höllinni að Hlíðarenda.

Okkar konur hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni, heima gegn Stjörnunni og Snæfelli, en töpuðu á móti Fjölni í Grafarvoginum. Nú er komið að stærra verkefni og verður áhugavert að sjá hvernig þær mæta til leiks á útivelli gegn Íslandsmeisturunum. Valur vann Breiðablik nokkuð örugglega í fyrstu umferðinni, tapaði síðan á móti Haukum og svo Grindavík.

Þó svo sigur Þórs á Snæfelli í þriðju umferðinni áttu okkar konur ekki endilega sinn besta leik þegar á heildina er litið og því gott tækifæri til að bæta ýmsa þætti enda þarf toppleik til að ná einhverju út úr leik gegn Val á útivelli.

Leikurinn hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst útsending kl. 17:50.

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Valur - Þór
  • Staður: Origo-höllin að Hlíðarenda
  • Dagur: Miðvikudagur 11. október
  • Tími: 18:00